A4 - Starf í vöruhúsi
A4 auglýsir eftir röskum, jákvæðum og duglegum starfskrafti til starfa í almennt starf í vöruhúsi okkar. Um er að ræða 50 - 100% starf virka daga. Opnunartími vöruhúss er frá kl. 08:00 til 17:00.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Helstu verkefni:
· Almenn lagerstörf
· Tínsla, vörumóttaka, talningar, pökkun og tiltekt afgreiðslu viðskiptavina
· Útkeyrsla með vörur til viðskiptavina
Hæfniskröfur og persónulegir eiginleikar:
· Reynsla af starfi í vöruhúsi æskileg
· Meirapróf og/eða lyftarapróf æskilegt
· Samviskusemi, nákvæmni, vandvirkni og metnaður
· Góð þjónustulund og reglusemi
· Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
· Stundvísi, sveigjanleiki og rík ábyrgðartilfinning
· Íslenskunnátta
· Aldur 18 ára eða eldri.
· Hreint sakavottorð
Nánari upplýsingar um starfið veitir vöruhúsastjóri,Þorgeir, í gegnum netfangið toggi@a4.is.
Umsóknarfrestur er til og með 25 nóvember 2024
A4 er framsækið fyrirtæki og leggur metnað sinn í að vera í fararbroddi á sviði skrifstofu-, skóla-, föndur- og hannyrðavara og húsgagna. A4 leggur áherslu á góða og trausta þjónustu við viðskiptavini. Við erum stolt af því að geta boðið upp á heimsþekkt vörumerki sem eiga það öll sameiginlegt að vera í háum gæðaflokki. A4 rekur einnig Kubbabúðina í Smáralind.