Dyrabær
Dýrabær rekur sex verslanir, í Smáralind, Kringlu, Spöng, Keflavík og Akranesi auk vefverslunar. Við elskum dýr og allir sem vinna hjá okkur eiga dýr.
Dýrabær selur vörur sem eru unnar úr náttúrulegum hráefnum án aukaefna, svo sem rotvarnar- og litarefna. Við leggjum mikla áherslu á selja vörur sem viðhalda heilbrigði og vellíðan dýranna og höfum valið þær vörur af mikilli kostgæfni.
Fullt starf á lager og útkeyrsla
Við leitum að duglegum starfsmanni á lager sem hefur reynslu af lagerstörfum, hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, sjálfstæður og metnaðarfullur í vinnubrögðum.
Góð íslensku kunnátta er skilyrði og kostur að eiga dýr.
Nauðsynlegt að geta keyrt út vörur í verslanir í afleysingum.
Starfsstöð starfsmanns er á Íshellu í Hafnarfirði.
Vinsamlegast sendið kynningarbréf og ferilskrá með umsókninni.
Athugið að Dýrabær er reyklaus vinnustaður.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Tiltekt pantana, fyrir búðir, vefverslun og aðra viðskiptavini
- Taka á móti og ganga frá sendingum inn á lager.
- Útkeyrsla í búðir í afleysingum.
- Halda lager snyrtilegum / þrif.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kostur að vera með lyftarapróf.
- Áreiðanleg og nákvæm vinnubrögð.
- Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
- Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt15. nóvember 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Staðsetning
Íshella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
LagerstörfLyftarapróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Framtíðarstarf í vöruhúsi Parlogis
Parlogis
Hlutastarf í verslun SportsDirect Akureyri
Sport Direct Akureyri
Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf
Fullt starf á lager - Framtíðarstarf
Zara Smáralind
Starfsmaður í verslun og lager á Akureyri
Ferro Zink hf
Starfsmaður í verslun óskast
AB Varahlutir
Starf í vöruhúsi
1912 ehf.
Starfsfólk í vöruhús Samskipa
Samskip
Akstur og vinna í vöruhúsi (tímabundið starf í desember)
Dropp
Lagerstarfsmaður óskast.
Parki
Lagerstarf í frysti - hlutastarf
Myllan
Starfsmaður í verslun
Melabúðin