

Talmeinafræðingur - tímabundið starf
Talmeinafræðingur óskast til starfa við talmeinaþjónustu Landspítala. Hjá talmeinaþjónustu Landspítala fer fram fjölbreytt starfsemi við greiningu, ráðgjöf og meðferð vegna tal- og raddmeina, málstols og kyngingartregðu einstaklinga á öllum aldri. Möguleiki er á sérhæfingu innan fagsins.
Á deildinni starfar samhentur hópur tíu talmeinafræðinga sem sinna fjölbreyttum og spennandi störfum víða um spítalann. Talmeinafræðingar á Landspítala starfa gjarnan í öflugum þverfaglegum teymum og í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans.
Möguleiki er á handleiðslu fyrir einstakling með MS próf í talmeinafræði án starfsleyfis en umsækjendur með starfsleyfi ganga fyrir við ráðningu.
Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Starfið er laust frá 1.okt eða eftir nánara samkomulagi og er tímabundið í ár vegna afleysingar í fæðingarorlofi.
- Greining, meðferð og ráðgjöf vegna tal- og máltruflana
- Greining, meðferð og ráðgjöf vegna kyngingartregðu
- Þverfagleg teymisvinna
- Sérhæfð verkefni sem heyra undir fagsvið talmeinafræði
- Íslenskt starfsleyfi sem talmeinafræðingur og MS próf í talmeinafræði
- Góð samskiptahæfni og fagleg framkoma
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í starfi
- Frumkvæði, yfirsýn og skipulagsfærni


















































