Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar

Vettvangs- og ráðgjafateymi borgarinnar (Vor) leitar að öflugum starfskrafi sem er reiðubúinn að sinna mikilvægu starfi í þágu heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Vesturmiðstöð leitar að starfsmanni í Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR-teymið innan málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir). Um er að ræða starf í 100% starfshlutfalli í vaktavinnu. Um ráðningu til sex mánaða er að ræða, með mögulega á áframhaldandi ráðningu, æskilegast að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjavíkurborgar (VoR) aðstoðar heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. VoR veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og stuðning á vettvangi.

VoR teymið veitir ákveðnum hópi fólks í sjálfstæðri búsetu stuðning og ráðgjöf í anda hugmyndafræðinnar um Húsnæði fyrst. Í þjónustunni er tekið mið af skaðaminnkandi nálgun til að draga úr skaðlegum áhrifum jaðarsetningar og draga úr skaðsemi og áhættu sem geta fylgt vímuefnanotkun. Einnig er unnið eftir batahugmyndafræði, áfallamiðaðri nálgun og notaðar aðferðir áhugahvetjandi samtals (Motivational Interviewing).

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita jaðarsettum hópi fólks stuðning í sjálfstæðri búsetu og ráðgjöf undir formerkjum Húsnæði fyrst hugmyndafræðinnar.
  • Virkt notendasamráð – notandi sérfræðingurinn.
  • Veita íbúum/notendum heildstæða þjónustu í nærumhverfi sínu samkvæmt einstaklingsáætlun.
  • Stuðningur til sjálfshjálpar og samfélagslegrar þátttöku og virkni.
  • Stuðningur við samskipti við stofnanir.
  • Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæri fyrir íbúa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með jaðarsettum einstaklingum með fjölþættan vanda.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Þekking eða áhugi á skaðaminnkandi nálgun, áfallamiðaðri nálgun og batahugmyndafræði.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði.
  • Sveigjanleiki, þolinmæði og umburðarlyndi.
  • Íslenskukunnátta B2 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Advertisement published10. January 2025
Application deadline21. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags