Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Ertu sjúkraliði með áhuga á geðheilbrigðismálum?

Langar þig að koma og starfa með okkur á velferðarsviði Reykjavíkurborgar sem sjúkraliði? Nú er einstakt tækifæri til þess að koma og kynnast starfsemi búsetuúrræða á vegum borgarinnar sem heldur utan um þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir á heimilum þeirra. Komdu til liðs við okkur og vertu okkar fyrsti sjúkraliði.

Við á íbúðakjarnanum við Hallgerðargötu óskum eftir sjúkraliða í 60 – 100% starf.

Unnið er á morgun og kvöldvöktum sem og eina til tvær helgar í mánuði.

Unnið er samkvæmt hugmyndafræði um sjálfstætt líf þar sem veitt er einstaklingsmiðuð þjónusta. Megin hlutverk íbúðarkjarnans er að styðja, valdefla og veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf, innan sem utan heimilis með því að auka samfélagsþátttöku líkt og með atvinnu, njóta menningar og félagslífs. Lögð er áhersla á gott vinnuumhverfi, heilsueflingu og sveigjanleika í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustunotenda.
  • Hvetur og styður íbúa til sjálfsstæðis og félagslegrar virkni með valdeflingu að leiðarljósi.
  • Leiðbeinir og aðstoðar íbúa við heimilishald, læknisheimsóknir og fleira.
  • Þátttaka í teymisvinnu ásamt sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustunotendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt sjúkraliðaleyfi.
  • Reynsla af starfi með einstaklingum með geðfötlun kostur.
  • Reynsla af umönnun.
  • Rík þjónustulund, jákvæðni, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Íslenskukunnátta B1-2 (samkvæmt samevrópskum matsramma um tungumálaviðmið)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar.
  • Heilsu – og samgöngustyrkur.
  • Matur innifalinn á vöktum.
  • Sundkort.
  • Menningarkort.
Advertisement published8. January 2025
Application deadline17. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags