Skaðaminnkandi starf í miðbænum
Vesturmiðstöð leitar að metnaðarfullu starfsfólki til að starfa með karlmönnum á heimili sínu í miðbænum. Um er að ræða tvö heimili. Á heimilunum er lögð áhersla að mæta þörfum íbúa á heildstæðan, einstaklingsmiðaðan og umhyggjusaman hátt. Starfsfólk starfar inn á heimili íbúa og veitir fjölbreytan stuðning með því að markmiði að aðstoða íbúa við að halda heimili, að efla vald yfir eigin aðstæðum, að auka lífsgæði og eiga innihaldsríkt líf.
Á heimilinu er lögð áhersla á fagleg vinnubrögð og er starfað eftir Þjónandi leiðsögn og skaðaminnkandi hugmyndafræði, batamiðaðri nálgun og er rík áhersla lögð á notendasamráð. Mikilvægt er að starfsfólk treysti sér í að sinna krefjandi verkefnum af yfirvegun, þar sem mannleg reisn og samkennd er höfð að leiðarljósi við íbúa.
Í boði er spennandi 60-100% starf í vaktavinu og er unnið dag-, kvöld- og helgarvaktir. Er það kostur ef umsækjandi hefur náð 23 ára aldri og getur hafið störf sem fyrst
- Framfylgja einstaklings- og stuðningsáætlun íbúa og verklögum því tengdu.
- Veita íbúum félagslegan stuðning og samveru.
- Leiðbeina og veita íbúum aðstoð með tiltekt, þrif og persónulegt hreinlæti.
- Virða sjálfræði íbúa og hafa velferð þeirra að leiðarljósi.
- Koma að almennum heimilisstörfum, líkt og þrifum, skipulagi og matseld.
- Taka þátt í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
- Góð almenn menntun.
- Umburðalyndi og virðing fyrir fólki sem glímir við virkan vímuefnavanda.
- Þekking og áhugi á skaðaminnkandi hugmyndafræði og notendasamráði er kostur.
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi verkefni af yfirvegun.
- Jákvæðni, þolinmæði, frumkvæði og sveigjanleiki.
- Íslenskukunnátta B2 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma).
- Ökuréttindi æskileg.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.