Hlutastarf á skammtímaheimili fatlaðra
Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsfólki, 18 ára eða eldri til starfa á skammtímaheimili fyrir ungt fólk með fötlun í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess.
Um er að ræða vaktavinnu í um 30% - 60% starfshlutfalli eða eftir samkomulagi, þar sem unnið er að jafnaði aðra hverja helgi á mánuði á morgun- millivöktum og kvöldvöktum ásamt kvöldvöktum og stökum sinnum næturvöktum á virkum dögum.
Gott er ef starfsmaður geti byrjað sem fyrst.
Starfið er tímabundið til 30. september 2025 en með möguleika á áframhaldandi starfi.
- Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur.
- Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.
- Stuðla að auknu sjálfstæði þjónustunotenda.
- Almennt heimilishald.
- Samvinna við starfsmenn, aðstandendur og aðra þjónustuaðila.
- Fjölbreytt verkefni innan og utan heimilis.
- Félagsliði, nám á framhaldsskólastigi eða töluverð reynsla af vinnu með fötluðu fólki.
- Góð íslenskukunnátta nauðsynleg.
- Hæfni í samskiptum og samstarfi.
- Frumkvæði, framtakssemi og sjálfstæði.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
- Geta til að starfa undir álagi.
- Geta til að aðlagast breyttum aðstæðum og tileinka sér nýjar nálganir.