Hresst NPA aðstoðarfólk óskast
Ég er 61 árs maður með MND sjúkdóm, búsettur í Kópavogi með konu og dóttur.
Ég er að leita af áreiðanlegur aðstoðarfólki til þess að aðstoða mig í mínu daglega lífi. Ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og eru verkefni hvers dags því mjög fjölbreytt og dagarnir mis rólegir.
Þar sem ég er með MND er mér mjög kært að komast í sund og er því mikilvægt að viðkomandi geti aðstoðað mig við það.
Auk þess er mikilvægt að viðkomandi sé með bílpróf og geti keyrt mig í mínum bíl milli staða. Bíllinn er í stærri kantinum, með hjólastólalyftu.
Ég hef gaman af allskyns útiveru og því ekki verra ef viðkomandi er aktívur og til í það með mér.
Ég er að leita bæði af aðstoðarfólki í fullt starf og hlutastarf.
Kröfur:
- Bílpróf, reykleysi og hrein sakaskrá skilyrði
- Góð íslensku og ensku kunnátta skilyrði
- Hress og opinn einstaklingur sem er til í allskyns verkefni með mér
- Stundvísi, áreiðanleiki og jákvæðni
Aðstoða mig við allar athafnir daglegs lífs