Meðferðaraðili á göngudeild SÁÁ
Göngudeild SÁÁ óskar eftir að ráða meðferðaraðila til starfa í fjölskylduteymið. Leitað er eftir félagsráðgjafa, fjölskyldufræðingi, sálfræðingi eða áfengis- og vímuefnaráðgjafa með reynslu af fjölskyldumeðferð. Um er að ræða 50-100% stöðu sem er laus nú þegar eða eftir samkomulagi.
Starfið felst í því að sinna fræðslu, stuðningi og meðferð fyrir fjölskyldur fólks með fíknivanda. Um er að ræða mjög fjölbreytt starf með þverfaglegu teymi göngudeildar SÁÁ. Leitað er eftir fólki sem hefur áhuga á að vinna með fjölskyldum fólks með fíknsjúkdóm. Mikil tækifæri eru til að dýpka þekkingu sína í vinnu á sviði fíknimeðferðar.
SÁÁ er leiðandi í heilbrigðisþjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra og býður heildstæða meðferð yfir lengri tíma. Þjónustan er leidd af fagfólki sem veitir gagnreynda fíknimeðferð.
SÁÁ býður uppá
· Margvísleg tækifæri til að dýpka þekkingu sína í vinnu með fólki með fíknsjúkdóm
· Þjálfun og handleiðsla í áhugahvetjandi samtali
· Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
- Ráðgjöf, handleiðsla og fræðsla
- Meðferðarvinna með einstaklinga og fjölskyldur þeirra
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu í fíknimeðferð.
Íslenskt stafsleyfi sem félagsráðgjafi, sálfræðingur eða áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
- Æskilegt er að hafa lokið námi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð
- Kostur að hafa góða og víðtæka reynslu af meðferðarvinnu með fjölskyldum
- Reynsla af þverfaglegri teymisvinnu í félags- og/eða heilbrigðisþjónustu
- SÁÁ leggur áherslu á framþróun, samvinnu, áreiðanleika og umhyggju, og leitum við því að fólki sem er með faglegan metnað, sveigjanleika, sýnir ábyrgð og jákvæðni.