SÁÁ
SÁÁ
SÁÁ

Sumarstörf 2025 – Nemi í hjúkrunarfræði

Laus er til umsóknar sumarstörf fyrir nema á öðru og þriðja ári í hjúkrunarfræði sumarið 2025 við sjúkrahúsið Vog að Stórhöfða 45.
Hjúkrunarvakt á sjúkrahúsinu Vogi sinnir skjólstæðingum í afeitrun og inniliggjandi meðferð. Unnið er í þverfaglegu teymi og áhersla er lögð á góðan starfsanda og stöðugar umbætur.
Í boði eru fjölbreytt tækifæri til að vaxa og læra í starfi með þátttöku í bæði inniliggjandi og göngudeildar þjónustu SÁÁ. Hjúkrunarfræðingar eru virkir þátttakendur í mótun framtíðarsýnar og eflingu hjúkrunar innan SÁÁ þar sem lögð er áhersla á gæði og árangur þjónustunnar.
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um sem fyrst. Mikilvægt er að umsókn sé vel fyllt út og með umsókninni fylgi staðfest yfirlit yfir lokin námskeið með ECTS einingum. Unnið verður úr umsóknum jafnóðum og þær berast.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vaktstjórn, þjónusta og hjúkrunarmeðferð sjúklinga á legudeild Vogs
  • Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu, fræðslu og sálfélagslegri meðferð
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Áhugi á hjúkrun og meðferð áfengis – og vímuefnasjúklinga og vilji til að starfa í þverfaglegu teymi
  • Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð. 
  • Áhugi og þekking á skaðaminnkandi hugmyndafræði kostur.
  • Sveigjanleiki og hæfni til að aðlaga þjónustu að fjölbreyttum þörfum notenda
Advertisement published14. January 2025
Application deadline17. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Professions
Job Tags