SÁÁ
SÁÁ er almannasamtök með um sjö þúsund félagsmenn. Samtökin annast rekstur fjögurra meðferðarstofnana þar sem heilbrigðisstarfsmenn veita áfengis- og vímuefnasjúklingum faglega heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.
Þetta eru sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi og göngudeildirnar í Von, Efstaleiti 7 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri.
Starfsþjálfun í áfengis- og vímuefnaráðgjöf
Lausar eru til umsóknar launaðar stöður í starfsþjálfun í áfengis- og vímuefnaráðgjöf
SÁÁ er leiðandi í heilbriðgisþjónustu við fólk með fíknsjúkdóm og fjölskyldur þeirra og saman sköpum við allt annað líf. Hjá SÁÁ bjóðum við upp á launaða starfsþjálfun í 100% starfshlutfalli fyrir þá sem hyggjast starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar.
Starfsþjálfun hjá SÁÁ uppfyllir skilyrði um þjálfun sett af Embætti Landlæknis til löggildingar. Nemar eru undir handleiðslu fagfólks með sérþekkingu á fíknsjúkdómi og hljóta alhliða þjálfun í að styðja skjólstæðinga og aðstandendur þeirra til jákvæðra breytinga m.a. með samtölum, viðtölum, fræðslu og hópavinnu og veita þeim stuðning í gegnum viðeigandi meðferð og annað sem starfsgreinin tekur til.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka í áfengis- og vímuefnaráðgjöf undir handleiðslu
- Samskipti og þjónustu við sjúklinga
- Þverfagleg teymisvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf nauðsynlegt
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Góð samstarfsfærni og geta til að vinna í teymum
- Æskilegt er að stunda samhliða nám í fræðilegri undirstöðuþekkingu áfengis- og vímuefnaráðgjafar á vegum Símenntunar Háskólans á Akureyri í samstarfi við SÁÁ.
- Íslenskukunnátta er skilyrði
Advertisement published14. January 2025
Application deadline3. February 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Stórhöfði 45, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Human relations
Work environment
Suitable for
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)
Hjúkrunarfræðingur í útskriftarteymi Landspítala
Landspítali
Sumarstarf á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
Seltjörn hjúkrunarheimili
Meðferðaraðili á göngudeild SÁÁ
SÁÁ
Aðstoðarmaður iðjuþjálfa / iðjuþjálfanemi
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Sumarstörf 2025 - Deildaþjónusta
Landspítali
Hjúkrunarfræðingur í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Viðskiptaþróunarstjóri
Medor
Starfskraftur óskast í VoR teymi Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunar- og læknanemar - sumarafleysingar
Skjólgarður hjúkrunarheimili
Hjúkrunar- og læknanemar - sumarafleysingar
Sunnuhlíð
Hjúkrunar- og læknanemar - sumarafleysingar
Seltjörn hjúkrunarheimili
Hjúkrunar- og læknisfræðinemar - Sumarstarf
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili