Garðabær
Garðabær
Garðabær

Krakkakot óskar eftir einstaklingi í stuðning

Leikskólinn Krakkakot auglýsir eftir einstaklingi í stuðning í 70-100%, um er að ræða stöðu til að sinna snemmtækri íhlutun í leikskólanum í samvinnu við sérkennslustjóra og leikskólastjóra.

Framtíðarsýn okkar á Krakkakoti er að þróa faglegt samstarf innan sérkennslunnar þar sem unnið er í teymisvinnu að stuðningi og kennslu barna með sérþarfir.

Krakkakot er sex deilda leikskóli og er hann staðsettur á Álftanesi/Garðabæ. Uppeldis og agastefna skólans er "Uppeldi til ábyrgðar". Helsta náms- og þroskaleið barna er hinn frjálsi og sjálfssprottni leikur barna og er leiknum gefið mikið rými í dagskipulagi skólans. Skólinn er hlýlegur og er lögð mikil áhersla á heimilislegt umhverfi og kærleiksrík samskipti sem einkennast af virðingu fyrir börnum, starfsfólki og foreldrum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að sinna barni með sérþarfir
  • Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
  • Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, sérkennslustjóra, annað starfsfólk og fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu* (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Menntun á sviði sérkennslufræða, sálarfræði, þroskaþjálfunar eða önnur sambærileg menntun er æskileg.
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði leikskóla
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi eða starfi með börnum er æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögðum

*Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa.

Advertisement published15. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Independence
Work environment
Professions
Job Tags