

Starf í deildaþjónustu
Aðfangaþjónusta Landspítala sækist eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi til starfa í öflugu teymi deildarþjónustu. Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum, stundvís og heiðarlegur. Starfið er fjölbreytt og gefandi og felur í sér náið samstarf við samstarfsfólk innan teymisins og sem annarra deilda spítalans.
Deildaþjónusta veitir mikilvæga þjónustu við deildir spítalans með rekstrarvörur og lín. Verkefnin fela m.a. í sér birgðastýringu, pantanir, áfyllingar og aðra þjónustu samkvæmt þjónustusamningum. Einnig sér teymið um afgreiðslu og áfyllingu í fataafgreiðslu þar sem starfsfólk fær starfsmannafatnað.
Unnið í dagvinnu og starfsstöðvar eru við Hringbraut og í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.































































