

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á bráðalyflækningadeild Fossvogi
Laust er til umsóknar starf heilbrigðisritara/ skrifstofumanns sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi á bráðalyflækningadeild A2 í Fossvogi. Um er að ræða 40% starf í vaktavinnu, kvöldvaktir eina helgi í mánuði og svo dagvaktir.
Bráðalyflækningadeild er 19 rúma legudeild, ætluð sjúklingum með afmörkuð bráð og langvinn lyflæknisfræðileg vandamál sem þarfnast innlagnar á sjúkrahús og falla undir almennar lyflækningar. Á deildinni starfar samhentur þverfaglegur hópur og ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði.
Við sækjumst eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er lausnamiðaður, með góða samskiptahæfni og sem á auðvelt með að vinna í teymi. Starfið er laust frá 1. september 2025 eða samkvæmt samkomulagi. Tekið er vel á móti nýju samstarfsfólki og veitt góð einstaklingshæfð aðlögun.































































