

Sérhæfður starfsmaður í glasaþvotti á sýkla- og veirufræðideild
Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi til starfa á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Starfið er tímabundið til hálfs árs. Starfshlutfall er 80% og vinnutími er eftir samkomulagi.
Deildin heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Á deildinni starfa yfir 95 einstaklingar í þverfaglegu teymi og veita fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu allan sólarhringinn við greiningar sýkinga af völdum baktería, veira, sveppa og sníkjudýra, auk rannsókna, ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í sýkla- og veirufræði.
Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki.
- Glasaþvottur og vinna við sótthreinsun og frágangur á sóttmenguðum úrgangi
- Vinna við gufusæfiofn
- Sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
- Frágangur og stuðningur við aðra starfsemi deildarinnar
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Hæfni til að starfa í teymi
- Góð íslensku- og/ eða enskukunnátta































































