

Sjúkraliðar í blóðtökuþjónustu
Við leitum að sjúkraliðum sem hafa áhuga á að bætast í hóp okkar frábæra sýnatökuteymis á rannsóknarkjarna Landspítala. Sjúkraliðarnir okkar sinna blóðsýnatökuþjónustu á legudeildum spítalans, göngudeildinni okkar og víða á heilsugæslustöðvum. Við bjóðum upp á góðan aðlögunartíma og kennslu og því er reynsla við blóðsýnatökur ekki skilyrði.
Nýútskrifaðir sjúkraliðar sem og reynslumiklir eru velkomnir í okkar frábæra starfshóp. Almennur vinnutími í 100% starfi er frá kl. 8-16 en unnið er með 36 tíma vinnuviku og því er vinnuskylda einn dag í viku til hádegis eftir rúllandi kerfi. Möguleiki er á lægra starfshlutfalli, erum þó ekki að leita að sjúkraliðum í lægra starfshlutfall en 60%. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða og geti hafið störf sem fyrst.





























































