Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður

Starfsmenn óskast í stoðþjónustu við fötluð börn

Velferðar- og mannréttindasvið Akraneskaupstaðar óskar eftir starfsfólki í stoðþjónustu við fötluð börn. Um er að ræða störf í tímavinnu eða hlutastarf. Vinnutími er sveigjanlegur en um tvö mismunandi störf er að ræða og er vinnutíminn sem um ræðir annars vegar: 08:00-10:00 á morgnanna á virkum dögum og/eða um helgar, og hins vegar eftir kl. 16:00 á virkum dögum og/eða um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Vinnan felst í að veita aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs og veita stuðning og tækifæri til félagslegrar þátttöku.

Starfsfólk þarf að geta unnið sjálfstætt en fær leiðsögn og stuðning frá foreldrum barnsins og ráðgjafaþroskaþjálfa velferðar- og mannréttindasviðs eftir þörfum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri.  

Jákvæðni og frumkvæði í starfi 

Sjálfstæð vinnubrögð

Viðkomandi þarf að vera stundvís og sveigjanlegur

Að virðing sé höfð að leiðarljósi í samskiptum

Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Akraneskaupstaðar

Nauðsynlegt er að viðkomandi tali og skilji íslensku

Reynsla af störfum með fötluðum æskileg, háskólamenntun kostur en ekki nauðsynleg

Góð hæfni í mannlegum samskiptum og leikni við að bregðast við óvæntum aðstæðum.

 

Starfið er tilvalið með skóla og/eða hlutastarfi. 

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga annars vegar við Verkalýðsfélag Akraness eða Sameyki hinsvegar.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þ. Sturlaugsdóttir verkefnastjóri farsæls frístundastarfs, [email protected] 

Advertisement published29. July 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Dalbraut 4, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags