Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Forstöðumaður búsetuþjónustu og skammtímavistunar

Ert þú dugmikill einstaklingur með reynslu af málefnum fólks með umfangsmiklar stuðningsþarfir? Hefur þú brennandi áhuga á málefnum fatlaðs fólks? Vilt þú taka þátt í starfi öflugs og samheldins hóps starfsmanna fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar? Þá erum við að leita að þér!

Fjarðabyggð er öflugt, vaxandi samfélag sem leggur mikla áherslu á velferð og málefni allra íbúa. Á fjölskyldusviði Fjarðabyggðar er lögð áhersla á þverfaglega vinnu og stuðning starfsmanna í teymisstarfi við úrlausn margþættra verkefna sem tengjast stuðningsþörfum ólíkra einstaklinga jafnt fullorðinna og barna með það markmið að efla lífsgæði og hagsæld þeirra.

Starf forstöðumanns heyrir undir stjórnanda félagsþjónustu Fjarðabyggðar. Starfsmaður er ábyrgur fyrir faglegu starfi og rekstri búsetuþjónustu og skammtímavistunar Fjarðabyggðar ásamt þjónustu inn á heimilum þar sem umfangsmikillar þjónustu er þörf.

Helstu verkefni:

Starfsmaður hefur yfirumsjón með starfseiningum í búsetu-, skammtímavistun og stoðþjónustu. Starfinu fylgir ábyrgð á velferð einstaklinga, á fjármunum og mikil mannaforráð. Starfsmaður kemur að stefnumótun sem varðar velferðarúrræði sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun, fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfseminni
  • Stjórnun starfsmannamála
  • Samstarf við íbúa, samstarfsaðila, persónulega talsmenn/aðstandendur
  • Þátttaka í þverfaglegu teymum innan fjölskyldusviðs
  • Þátttaka í mótun og uppbyggingu á þjónustu við fatlað fólk
  • Tryggja að framkvæmd þjónustu sé í samræmi við lög, reglur og stefnur Fjarðabyggðar
  • Yfirumsjón með upplýsingagjöf um starfsemi þjónustunnar og miðlun upplýsinga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- og eða félagsvísinda.
  • Þekking og reynsla af því að vinna með fötluðu fólki
  • Þekking og reynsla af stjórnun
  • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum.
  • Áhugi á þátttöku í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Skiplagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
  • Reynsla og þekking á vaktaskýrslugerð er æskileg
  • Mjög gott vald á íslenskri tungu
  • Þekking á pólsku og/eða vilji til að vinna með túlki er æskileg.
Advertisement published24. July 2025
Application deadline11. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Professions
Job Tags