

Hjúkrunarfræðingur í móttöku svæfingardeildar Hringbrautar
Við leitum eftir hjúkrunarfræðingi til starfa á móttöku sjúklinga á skurðstofugangi. Móttakan tekur á móti börnum og fullorðnum sem eru að fara í stærri aðgerðir, þar eru einnig lagðir miðlægir og útlægir bláæðaleggir. Starfið er laust eftir nánara samkomulagi og er ráðningin tímabundin til eins árs. Æskilegt starfshlutfall er 50-70%. Unnið er á dagvöktum á virkum dögum.
Hjúkrunarfræðingar á móttöku sinna sjúklingum sem þangað koma. Þeir halda utan um biðlista bláæðaleggja ásamt svæfingalæknum. Einnig sinna þeir æðaleggjauppsetningu á deildum eftir þörfum og ýmsum verkefnum sem falla til á svæfingadeildinni.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og krefst sjálfstæðis í vinnubrögðum. Starfið hentar fyrir nýútskrifaða sem og þá sem hafa mikla reynslu. Starfið gefur innsýn í starf hjúkrunarfræðinga sem sinna svæfingum og getur verið góður undirbúningur fyrir þá sem vilja hefja nám í svæfingarhjúkrun, en haustið 2026 hefst tveggja ára diplomanám í svæfingahjúkrun. Aðlögunin er einstaklingsmiðuð undir leiðsögn reynds hjúkrunarfræðings.
Í boði er starf á frábærum vinnustað þar sem þverfagleg samvinna, faglegt starf, þróun og öryggi sjúklinga eru höfð að leiðarljósi.
Á svæfingadeild Landspítala við Hringbraut starfa rúmlega 40 svæfingahjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Við bjóðum upp á góðan vinnustað þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, framþróun og þjálfun eftir þörfum hvers og eins.
- Að veita einstaklingshæfa hjúkrun samkvæmt markmiðum Landspítala byggða á sérfræðiþekkingu
- Að skipuleggja þjónustu deildarinnar með það að markmiði að þarfir og öryggi sjúklings sé í öndvegi
- Að efla og endurmeta gæði hjúkrunar hverju sinni
- Að viðhalda árangursríku upplýsingaflæði til að tryggja samfellda hjúkrun og góða samvinnu starfsfólks
- Að taka þátt í teymisvinnu og umbótastarfi stuðla að góðu og hvetjandi vinnuumhverfi
- Ýmis önnur verkefni
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Áhugi á svæfingarhjúkrun og framþróun hjúkrunar
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Hæfni og geta til að starfa í teymi og takast á við breytingar
- Góð íslenskukunnátta






























































