
Velferðarsvið Kópavogsbæjar
Velferðarsvið Kópavogsbæjar veitir fjölbreytta og metnaðarfulla velferðarþjónustu sem hefur það að meginmarkmiði að stuðla að auknum lífsgæðum íbúa.
Á sviðinu starfar hópur 650 öflugra og fjölbreyttra einstaklinga með mismunandi menntun og þekkingu sem brenna fyrir málefnum velferðarþjónustunnar með hag þjónustunotenda að leiðarljósi. Fjölbreytileiki mannauðs velferðarsviðs endurspeglar umfang málaflokka þjónustunnar sem hafa vaxið á undanförnum árum í takt við lagabreytingar og nýjar áherslur í þjónustu til handa íbúum.
Starfsfólk sviðsins leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og öðru starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins.
Velferðarsvið skiptist samkvæmt nýju skipulagi í fimm fagskrifstofur; skrifstofu barnaverndarþjónustu, skrifstofu félagslegs húsnæðis, skrifstofu ráðgjafar, skrifstofu starfsstöðva og þróunar og skrifstofu þjónustu og sértækrar ráðgjafar. Stoðskrifstofur eru tvær; skrifstofa sviðsstjóra og skrifstofa rekstrar.

Miðjan óskar eftir þjónustustjóra í heimaþjónustu til afleysinga
Miðjan – Miðstöð stuðnings- og stoðþjónustu óskar eftir að ráða þjónustustjóra í heimaþjónustu í tímabundna afleysingu frá 1. september til ársloka 2025.
Þjónustustjóri ber m.a. ábyrgð á framkvæmd heimastuðnings til þjónustunotenda, stýrir verkefnum starfsmanna og veitir þeim fræðslu og stuðning.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hefur umsjón með framkvæmd stuðningsþjónustu (heimastuðningur)
- Skipuleggur verkefni og vaktir starfsmanna
- Heldur utan um tímaskráningar
- Útbýr einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir og verklýsingar
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Farsæl starfs- og stjórnunarreynsla
- Þekking á stuðnings- og stoðþjónustu sem veitt er skv. lögum nr. 40/1991 og nr. 38/2018
- Þekking á CareOn heimaþjónustukerfi er kostur
- Góð samskipta- og skipulagsfærni
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
Advertisement published9. August 2025
Application deadline25. August 2025
Language skills

Required
Location
Vallakór 4, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
Tech-savvyFinancial planningClean criminal recordPositivityHuman relationsIndependencePersonnel administrationTeam workEmployee scheduling
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Aðstoðarmanneskja óskast á tannlæknastofu
Tannlæknar Vegmúla

Heilbrigðisgagnafræðingur óskast á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Prófdómari í ökuprófum á höfuðborgarsvæðinu
Frumherji hf

Fullt Starf í Versluninni Sportís
Sportís ehf

Urriðaholtsskóli óskar eftir umsjónarkennara í 3. bekk
Urriðaholtsskóli

Stuðningsfulltrúi
Fellaskóli Fellabæ

Aðstoðarmanneskja óskast á röntgendeild á Ísafirði
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Þjónustusvið - Farmskrárfulltrúi
Torcargo

Sérfræðingur í fjármálum
VÍS

Fjarlæg vinna: Sérsniðinn Internetmatiðili – Ísland
TELUS Digital

Heimastuðningur Norðurmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Símsvörun - þjónustuver
Teitur