Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili eru rekin í samsteypu ásamt Eir-öryggisíbúðum. Á heimilunum er fagleg umönnun, öflug læknisþjónusta með ýmsum sérúrræðum fyrir hópa svo sem blinda og sjónskerta, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% vistmanna útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks, um 650 manns, með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !
Staða sérfræðings í launadeild
Eir, Skjól og Hamrar hjúkrunarheimili leita að öflugum sérfræðingi til starfa í launadeild í framtíðarstarf.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem snúa að launavinnslu, svo sem skýrslu- og áætlanagerð og almenn launavinnsla fyrir starfsmenn heimilanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Úrvinnsla gagna og skýrslugerð vegna launa- og kjaramála.
- Undirbúningur og vinna við launaáætlun.
- Almenn launavinnsla og skráningar í launa- og mannauðskerfi.
- Rýni og frágangur á gögnum tengdum launavinnslu.
- Leiðbeiningar og ráðgjöf til stjórnenda varðandi launa- og kjaramál.
- Samskipti við stéttarfélög og lífeyrissjóði s.s. varðandi iðgjaldaskil og skilagreinar.
- Gerð leiðbeininga og fræðsluefnis tengt launamálum.
- Umbótastarf og þróunarvinna.
- Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi.
- Reynsla af sambærilegu starfi s.s. launamálum og launavinnslu.
- Þekking og reynsla af launakerfum, tímaskráningar- og vaktakerfi ásamt bakvinnslu.
- Þekking á vaktavinnuumhverfi og kjarasamningum er kostur.
- Góð Excel kunnátta og talnalæsi.
- Vinna með áætlanir og útreikninga er mikill kostur.
- Þjónustulund, góð framkoma og jákvætt viðmót.
- Sjálfstæði og skipulagshæfni.
- Geta til að vinna undir álagi.
Advertisement published15. January 2025
Application deadline26. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
Payroll processingMicrosoft ExcelIndependenceCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)
Sérfræðingur á fjármálasviði
Iceland Seafood
Launaráðgjafi á launaskrifstofu
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Fjármálastjóri
OK
FP&A Partner
Teya Iceland
Viðskiptafræðingur - viðurkenndur bókari
Fastland ehf
Sérfræðingur í upplifun viðskiptavina
Pósturinn
Verkefnastjóri erlends samstarfs - Brussel
Samorka
Sérfræðingur í fjárhagslegum greiningum
Landsnet hf.
Starf í viðskiptaþjónustu Löggiltra endurskoðenda ehf
Löggiltir endurskoðendur ehf
Sérfræðingur í Viðskiptagreind
Hertz Bílaleiga
Sérfræðingur í launavinnslu
Air Atlanta Icelandic
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan