Teya Iceland
Teya Iceland
Teya Iceland

FP&A Partner

Um Teya

Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Teya er hér til að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.

Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því!

Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.

Teya hefur auk þess lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.

FP&A Partner

Við erum að leita að metnaðarfullum FP&A sérfræðingi til að vinna náið með leiðtogahópi Teya á Íslandi. Samhliða því að útbúa fjárhagsáætlanir og greiningar munt þú styðja við stefnumótun fyrirtækisins og hjálpa til við að móta framtíð og vöxt Teya á Íslandi.

Í þessu hlutverki munt þú bera ábyrgð á:

  • Að útbúa skýrslur um fjárhagslegan og viðskiptalegan árangur til að styðja við ákvarðanatöku. Þetta felur í sér m.a. rekstrar-, fjárhags- og KPI greiningar
  • Að veita gagnadrifna innsýn og ráðleggingar til að knýja fram verðmætasköpun
  • Áætlanagerð og fjárhagsspá fyrir starfsemi Teya á Íslandi
  • Kostnaðarstýring á útgjöldum og birgjasamböndum Teya á Íslandi
  • Aðrar tilfallandi fjármálagreiningar og skýrslugerð með hjálp viðskiptagreindar
  • Sjóðstreymisgreiningar og spár í samvinnu við fjárstýringu Teya
  • Tryggja nákvæmni og samræmi í áætlanagerð
  • Kynna niðurstöður fyrir stjórnendum
  • Vinna náið með öðrum teymum fjármálasviðs Teya þvert á lönd

Um þig

  • 3-5 ára reynsla af FP&A eða öðru sambærilegu hlutverki
  • Greiningarhæfni á sviði fjármála og rekstrar
  • Þekking á notkun viðskiptagreindar- og SQL fyrirspurnartóla
  • Metnaðarfull/ur og tilbúin/n að bretta upp ermar
  • Sjálfstæð/ur og fær um að sinna verkefnum með takmarkaðri leiðsögn
  • Þrífst vel í hröðu umhverfi
  • Leggur áherslu á nákvæmni
  • Hæfni til að miðla flóknum hugmyndum og fjárhagsupplýsingum á skilvirkan og hnitmiðaðan hátt
  • Gott vald á ensku og íslensku
  • Reynsla af greiðslumiðlun og/eða fjártækni er kostur en ekki skilyrði

Kjör og fríðindi

  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma
  • Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti
  • Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag
  • Vinnutölva
  • Tækifæri til að þróast í starfi alþjóðlega
  • Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag

Umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum alla einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, fötlun, kynhneigð, viðhorfum eða aldri, til að sækja um.

Advertisement published10. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags