Hertz Bílaleiga
Hertz Bílaleiga

Sérfræðingur í Viðskiptagreind

Hertz á Íslandi leitar að hæfileikaríkum og drífandi sérfræðingi í viðskiptagreind til að ganga til liðs við frábært teymi í deild Stafrænnar umbreytingar hjá Hertz. Starfið felur í sér ábyrgð á þróun og viðhaldi á vöruhúsi gagna, uppsetningu og eftirfylgni með mælaborðum og önnur fjölbreytt verkefni með það að leiðarljósi að auka skilvirkni og bæta rekstur fyrirtækisins.

Viðkomandi mun vinna þvert á deildir fyrirtækisins og gegna lykilhlutverki í því að hagnýta og byggja upp aðgengi að gögnum til stuðnings við upplýstar og gagnadrifnar ákvarðanatökur þvert á fyrirtækið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun, viðhald og þróun á mælaborðum og skýrslum fyrir stjórnendur og aðra hagsmunaaðila
  • Þróun og viðhald á vöruhúsi gagna og öðrum gagnainnviðum
  • Stuðla að nýsköpun og umbótum í gagnavinnslu, greiningum og framsetningu gagna innan  fyrirtækisins
  • Samstarf við teymi og deildir til að greina þarfir og nýta gögn til að styðja við ákvarðanatöku
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi , t.d. á sviði viðskipta, verkfræði, gagnavísinda eða skyldra greina
  • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
  • Reynsla og þekking á PowerBI , Excel, Jet Data Manager, ExMon eða sambærilegum lausnum er mikill kostur
  • Góð færni í úrvinnslu og framsetningu gagna
  • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslensku og enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Reglulegir viðburðir í boði fyrirtækisins
  • Mjög virkt og öflugt starfsmannafélag
  • Afsláttur frá samstarfsaðilum
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Niðurgreiðsla á völdum námskeiðum
  • Íþróttastyrkur
Um Hertz

Bílaleiga Flugleiða (Hertz á Íslandi) var stofnað 1 apríl árið 1971 og er leyfishafi á íslandi fyrir vörumerkin Hertz og Firefly. Herz er ein stærsta bílaleiga landsins og sérhæfir sig í að leysa allar bílaþarfir einstaklinga og fyrirtækja hvort sem það er í skammtímaleigu, langtímaleigu eða bílasölu. Hertz rekur fjölbreyttan bílaflota allt frá smábílum upp í smárútur, lúxusbíla og sendibíla.

Hjá Hertz á Íslandi starfa  um 140 starfsmenn út um allt land. Stærstu starfsstöðvar okkar eru í Keflavík, Hafnarfirði og Reykjavík, einnig erum við með útleigustöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Skagaströnd. 

Advertisement published13. January 2025
Application deadline24. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Selhella 5, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Data analysisPathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags