Veitur
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.
Hönnuður í rafveitu
Viltu taka þátt í móta grunnstoðir samfélagsins til framtíðar?
Á næstu árum munu orkuskipti gjörbreyta íslensku samfélagi og knýja fram nýja tíma í ört stækkandi samfélagi. Rafveita Veitna stendur í forystu þessara umbreytinga, þar sem áskorunin er að tryggja áreiðanlegt og öflugt dreifikerfi fyrir orkunotkun sem er áætlað að tvöfaldist á næstu 20-30 árum.
Við leitum að skipulögðum og lausnamiðuðum hönnuði sem býr yfir greiningarhæfni, frumkvæði og umhyggju. Ef þú hefur gaman af að vinna náið með teymi og viðskiptavinum, og takast á við spennandi áskoranir á sviði rafdreifikerfa, þá viljum við heyra í þér.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Frumhönnun og kerfisgreiningar
-
Þátttaka í hönnun, úttektum og lausn tæknilegra áskorana
-
Þátttaka í gerð tæknilýsinga í útboðsgögnum
-
Tæknilegur stuðningur við samstarfsfólk
-
Samstarf við aðra veitur Veitna
-
Þátttaka í gerð hönnunarleiðbeininga, sérteikninga og leiðbeinandi efnislista
-
Þátttaka í verkefnum á sviði þróunar og nýsköpunar innan orku- og veitugeirans
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Haldgóð þekking á rafveitukerfum
-
Reynsla af hönnun rafveitukerfa
-
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-
Samskipta- og skipulagshæfni
-
Háskólamenntun á sviði rafmagns eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Advertisement published14. January 2025
Application deadline28. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependencePlanning
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)
Viltu auka vellíðan og öryggi starfsfólks á vinnumarkaði?
Vinnueftirlitið
Lagna- og loftræsihönnuður
Pascal ehf.
Söluráðgjafi á lýsingabúnaði
Ískraft
Rafvirki/Rafeindavirki
Míla hf
Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Sérfræðingur í fjárhagslegum greiningum
Landsnet hf.
Rafvirki/rafvélavirki - Rafmagnsverkstæði
Eimskip
Forskoðun frystigáma
Eimskip
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Rafvirki með reynslu óskast í fjölbreytt verkefni okkar.
Lausnaverk ehf
Ert þú rafmagnaður rafvirki?
Orkusalan
Sérfræðingur í Viðskiptagreind
Hertz Bílaleiga