Rafvirki/Rafeindavirki
Hefur þú gaman að því að ferðast um landið og hefur áhuga á að gæta öryggis grunnfjarskipta á Íslandi?
Við leitum að jákvæðum og öflugum einstaklingi til starfa á Tæknisvið Mílu. Viðkomandi mun starfa í hópi tæknimanna sem sjá um daglegan rekstur grunnfjarskipta á Íslandi.
Um er að ræða fjölbreytt, spennandi og krefjandi starf í dagvinnu. Starfinu fylgja ferðalög um landið þar sem Míla byggir upp og rekur innviði fjarskipta á landsvísu.
Starfið felur í sér uppsetningar, prófanir og rekstur á fjarskiptabúnaði Tæknisviðs Mílu. Önnur verkefni eru m.a skráningar, gangsetningu og prófanir á nýjum búnaði, breytingar á eldri búnaði, gæðamælingar og bilanagreining og viðgerðir.
- Sveinspróf í rafiðn eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á fjarskiptaumhverfi er kostur
- Þekking á netkerfi IP, etherneti, ljósleiðaratækni er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
- Öguð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæðni og hæfni til að tileinka sér nýja þekkingu
- Hæfni til að miðla tækniupplýsingum
- Hæfni til að vinna í hópi sem og sjálfstætt
🔋 Miðlægar starfsstöðvar í Reykjavík með hleðslustæði
🚲 Samgöngustyrkur til að styðja virka samgöngumáta
🚿 Hjólageymsla með rafmagni og aðgangur að sturtum
🥗 Mötuneyti á staðnum með salatbar og grænkerakostum
💪 Metnaðarfullt starfsumhverfi með möguleika á starfsþróun
🥳 Öflugt félagslíf á vegum starfsmannafélags og afþreyingarherbergi með Billiard- og borðtennisborði auk golfhermis.