Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur í fjárhagslegum greiningum

Við hjá Landsneti leitum að sérfræðingi í fjárhagslegum greiningum sem hefur ástríðu fyrir því að móta framtíðina með innsýn og nákvæmni. Þetta er nýtt og spennandi starf þar sem þú færð tækifæri til að hafa áhrif á mikilvæg verkefni sem snerta samfélagið allt.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Túlka og setja fram fjárhagslegar niðurstöður tengdar fjárfestinga- og rekstraráætlunum. 
  • Útskýra fjárhagslegt samhengi og framtíðarþróun, t.d. framkvæmdaáætlanir, fjármagnsskipan og gjaldskrár.
  • Þróa og innleiða dýpri aðferðir fyrir arðsemis- og líftímagreiningar. 
  • Tengja saman lykilupplýsingar og miðla þeim til grundvallar ákvörðunum.
  • Taka þátt í umræðu og greiningarvinnu sem styður við stefnumörkun félagsins

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Við leitum að liðsfélaga sem hefur

  • Mikla reynslu af fjárhagslegum greiningum. 
  • Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð með skýra hugsun og áherslu á aðalatriði. 
  • Þekkingu á arðsemis- og líftímagreiningum. 
  • Framúrskarandi samskiptahæfni í ræðu og riti. 
  • Samstarfsvilja og getu til að samræma ólík sjónarmið. 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

 

Advertisement published14. January 2025
Application deadline27. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags