Fastland ehf
Fastland ehf

Viðskiptafræðingur - viðurkenndur bókari

Við leitum að reynslumiklum bókara til liðs við okkur í Fastlandi.

Fastland er framsækið bókhaldsfyrirtæki sem veitir persónulega og faglega þjónustu í öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Við leggjum áherslu á skýra upplýsingagjöf til að styðja viðskiptavini okkar í daglegum rekstri, svo þeir geti sinnt sínum hugðarefnum með hugarró. Við erum stolt af því að veita ráðgjöf og þjónustu á mannamáli.

Ert þú skipulagður einstaklingur með ástríðu fyrir bókhaldi?

Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum og metnaðarfullum bókara til að sinna afstemmingum, skilum á virðisaukaskatti og frágangi bókhalds til uppgjörs. Unnið er á DK bókhaldskerfi fyrir flesta viðskiptavini. Starfið er krefjandi og krefst nákvæmni þar sem unnið er í tímaskráningu og oft undir álagi vegna skilafresta Skattsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Færsla bókhalds
  • Afstemmingar bankareikninga, kreditkorta, skuldunauta, lánadrottna og opinberra gjalda
  • Virðisaukaskattsskil
  • Undirbúningur félaga fyrir uppgjör – afstemming reksturs og efnahagslykla
  • Skil á uppgjörsskjali til viðskiptastjóra
  • Önnur tilfallandi verkefni 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðurkenndur bókari eða viðskiptafræðingur (krafa)
  • Að lágmarki 3 ára reynsla af sambærilegu starfi
  • Reynsla af ársreikningagerð (kostur)
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Reynsla af vinnu með DK bókhaldskerfi (nauðsynleg)
  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Skipulagshæfni
  • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti 
Advertisement published15. January 2025
Application deadline22. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ReconciliationPathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.Team workPathCreated with Sketch.Write upPathCreated with Sketch.Business administrator
Work environment
Professions
Job Tags