Fjársýslan
Fjársýslan

Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum

Viltu hafa áhrif, nýta innkaupamátt hins opinbera og gera betri samninga?

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur áhuga á að auka hagkvæmni í opinberum rekstri með gerð miðlægra samninga um innkaup hins opinbera. Árlega nema innkaup ríkisins um 200 ma.kr., og tækifærin því mörg.

Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum tekur þátt í mótun innkaupamála hjá ríkinu ásamt því að koma að viðskiptaumsjón, forgangsröðun samninga og vöruflokkastjórnun. Í starfinu er lögð áhersla á betri nýtingu gagna til gagnadrifinnar ákvarðanatöku og umbóta í starfsemi ríkisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í þróun og framkvæmd stefnumótandi innkaupa og virðisaukandi greininga
  • Ráðgjöf til opinberra aðila og annarra samstarfsaðila
  • Verkefnastjórnun og viðskiptaumsjón
  • Samningagerð
  • Upplýsinga- og fræðslumiðlun í ræðu og riti

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur
  • Greiningarhæfni, rökhugsun og lausnamiðuð nálgun
  • Þekking og reynsla af rekstri er kostur
  • Þjónustulund og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt jafnt sem og í teymi
  • Góð færni í Excel og PowerPoint krafa, þekking á PowerBi kostur
  • Góð færni í að miðla efni í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku
Advertisement published8. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Katrínartún 6
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags