Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í gagnaþróun

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling í starf sérfræðings í gagnaþróun í deild þróunar og gagnahögunar á sviði upplýsingatækni.

Sviðið sér um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deildin annast fjölbreytt verkefni en sérfræðingar í gagnaþróun bera ábyrgð á tæknilegri útfærslu og rekstri á gagnaskilum bankans. Einnig sjá þau um þróun á tölfræðivöruhúsi gagna, stuðning við gagnaskil skilaaðila, ásamt skilum á gögnum til evrópskra eftirlitsstofnana.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Uppbygging, samþætting og viðhald á gagnaumhverfi bankans

·         Þróun og viðhald á gagnagrunnum, ETL ferlum, gagnaskilum og gagnaprófunum

·         Þróun gagnainnviða og vöruhúss fyrir tölfræðivinnslu

·         Verkefni tengd þarfagreiningu og hönnun gagnamódela

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Meistarapróf á háskólastigi í tölvunar-, verkfræði eða sambærilegu sem nýtist í starfi

·         Þekking og reynsla á SQL og gagnagrunnsforritun

·         Þekking og reynsla á ETL ferlum

·         Þekking á SDMX, XML og/eða XBRL er kostur

·         Þekking á C#, Python og/eða R er kostur

·         Þekking á skýjalausnum (t.d. Azure data solutions) er kostur

·         Lipurð í mannlegum samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum 

·         Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni, skipulag og metnaður í starfi 

·         Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti 

Advertisement published8. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags