Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur í stafrænum innviðum

SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og reynslumikinn sérfræðing með brennandi áhuga á rekstri upplýsingatæknilausna.

Um er að ræða starf í deild innviða og öryggis á sviði upplýsingatækni. Innviðateymi deildarinnar ber ábyrgð á framþróun, högun, rekstri og skjölun tæknilegra kjarnainnviða Seðlabankans. Til kjarnainnviða teljast m.a. skýjaumhverfi, gagnaver, eldveggir og netlag, sýndar-og gámaumhverfi, diskageymslur og auðkennis-, nafna- og skilríkjaþjónusta. Teymið leggur áherslu á sjálfvirknivæðingu í störfum sínum m.a. með rekstri innviða í formi kóða til að tryggja stöðugt og öruggt stafrænt starfsumhverfi Seðlabankans.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Hönnun, innleiðing, samþætting og rekstur skýjaþjónustu

·         Hönnun, innleiðing, samþætting og rekstur tæknilegra kjarnainnviða

·         Vöktun og viðbrögð við rekstrarfrávikum

·         Framþróun tækniumhverfis og skjölun þess

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Menntun sem nýtist í starfi

·         Markverð reynsla af rekstri skýjaumhverfis

·         Reynsla og þekking á innviðarekstri upplýsingatæknilausna

·         Þekking á rekstri innviða í kóða (e. infrastructure as a code) er kostur

·         Þekking á öryggismálum tengdum tæknilegum kjarnainnviðum og skýjalausnum er kostur

·         Vottanir á sviði kerfisstjórnunar stýrikerfa, netkerfa og/eða skýjalausna er kostur

·         Lipurð í mannlegum samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum 

·         Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni, skipulag og metnaður í starfi 

·         Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti 

Advertisement published8. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags