RARIK ohf.
RARIK ohf.
RARIK ohf.

Leiðandi upplýsingaöryggisstjóri óskast

Sláðu inn örygginu!

Viltu vera mikilvægur hlekkur í upplýsingaöryggismálum RARIK? RARIK leggur metnað í að tryggja upplýsingaöryggi og persónuvernd og erum við afar stolt af ISO 27001-vottuninni okkar. Við leitum að upplýsingaöryggisstjóra sem er tilbúinn að leiða vinnu RARIK í upplýsingaöryggismálum og styðja okkur í átt að fullu samræmi við NIS2 tilskipunina.

Helstu verkefni og ábyrgð

Upplýsingaöryggisstjóri heldur utan um og viðheldur ISO 27001 vottun fyrirtækisins og stýrir vinnu við að uppfylla kröfur NIS2 tilskipunarinnar um netöryggi. Þetta felur m.a. í sér stefnumótun og markmiðasetningu, eftirfylgni með áhættugreiningum og úttektum og forystuhlutverk í framþróun öryggis mikilvægra innviða landsins. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Helstu kostir umsækjenda eru reynsla í upplýsingatækniumhverfi og sterkur bakgrunnur í upplýsingatækni, helst innan flókinna og krefjandi skipulagsheilda, ásamt þekkingu og reynslu af vinnu með ISO 27001, NIS2 eða sambærilegum stöðlum. Jafnframt leitum við að manneskju með framtíðarsýn og hæfni til að sjá fyrir öryggisáskoranir og brydda upp á nýstárlegum lausnum í umhverfi þar sem unnið er þvert á deildir og miðla þarf upplýsingum skýrt og skilmerkilega. Mikilvægt er að umsækjendur hafi góða enskukunnáttu.  

Advertisement published3. January 2025
Application deadline20. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Þverklettar 2, 700 Egilsstaðir
Óseyri 9, 603 Akureyri
Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík
Larsenstræti 4, 800 Selfossi
Álaugarvegur 11, 780 Höfn í Hornafirði
Hamraendar 2, 340 Stykkishólmi
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Computer security
Professions
Job Tags