Forstöðumaður verkefna-, gæða- og þjónustustjórnunar
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan forstöðumann í stjórnendateymi upplýsingatæknisviðs.
Sviðið sér um þróun, rekstur og viðhald á stafrænum upplýsinga- og viðskiptalausnum bankans. Deild verkefna-, gæða- og þjónustustjórnunar samanstendur af tveimur teymum. Annars vegar teymi verkefna- og gæðastjórnunar sem annast m.a. verkefnastjórnun á upplýsingatæknisviði, atvika- og breytingastjórnun ásamt umsjón með ferlum sviðsins, áhættumötum, aðgangsrýni ásamt umgjörð skráninga sviðsins á m.a. áhættum, kerfum og þjónustum. Hins vegar teymi þjónustustjórnunar sem ber m.a. ábyrgð á tæknilegri þjónustu við starfsfólk, stjórnun og rekstri útstöðva, snjalltækja og annars endabúnaðar, hugbúnaðardreifingu og miðlægri aðgangsstjórnun.
Ábyrgð á stýringu verkefna og faglegri þróun verkefnastjórnunar sviðsins
Ábyrgð á og framkvæmd gæðastjórnunar sviðsins samkvæmt gæðastefnu bankans
Ábyrgð á faglegri þróun og framkvæmd þjónustu við viðskiptavini sviðsins
Dagleg verkstjórn og mótun sterkrar liðsheildar
Þátttaka í innra starfi Seðlabankans, stefnumótun og áætlanagerð
Viðeigandi menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
Reynsla af daglegri verkstjórn og mannaforráðum og góðir leiðtogahæfileikar
Reynsla og þekking í gæða- og verkefnastjórnun
Reynsla af þjónustuveitingu í upplýsingatækni
Reynsla af atvika- og breytingastjórnun
Þekking á og reynsla af ISO 27001
Færni í mannlegum samskiptum og árangursríkri teymisvinnu
Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni og metnaður í starfi