Expert
Expert

Deildarstjóri tæknideildar

Fastus Expert óskar eftir að ráða metnaðarfullan deildarstjóra til að stýra tæknideild fyrirtækisins. Deildarstjórinn ber ábyrgð á daglegri stjórn og skipulagi tænideildar og leiðir 50 manna hóp tæknifólks og sérfræðinga sem sinna viðhaldi og uppsetningum á eldhústækjum, kæli- og frystitækjum, kaffivélum og lækningatækjum.

Ef þú hefur brennandi áhuga á tækni, býrð yfir leiðtogafærni og góðri skipulagshæfni, þá gæti þetta verið tækifæri fyrir þig!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Leiða öflugan hóp starfsmanna og veita þeim stuðning í daglegum verkefnum
  • Tryggja að viðhalds- og viðgerðarþjónusta uppfylli viðeigandi gæðastaðla og reglugerðir og hafa umsjón með þjálfun starfsmanna
  • Ábyrgð á skipulagi verkefna og úthlutun þeirra meðal starfsmanna og hópstjóra
  • Skipuleggja reglubundið viðhald og sjá til þess að nauðsynlegar birgðir séu til staðar
  • Viðhalda faglegum samskiptum við viðskiptavini, birgja og samstarfsaðila
  • Gerð og utanumhald þjónustusamninga við viðskiptavini
  • Umsjón mannauðsmála sviðsins í samráði við næsta yfirmann og mannauðsstjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á sviði véltækni, rafmagnstæknifræði, iðnstjórnun eða skyldum fögum er kostur
  • Farsæl stjórnunarreynsla
  • Þekking á viðhaldi og viðgerðum á tæknibúnaði
  • Hæfni í verkefnastjórnun og lausn vandamála ásamt skipulagsfærni og getu til að vinna undir álagi
  • Rík samskiptafærni, leiðtogafærni og geta til að vinna í teymi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published2. January 2025
Application deadline9. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags