Ferðaland
Ferðaland
Ferðaland

FERÐASKRIFSTOFA - utanlandsferðir

Undirbúningur, ferðaframleiðsla og viðburðahönnun.
Við leitum eftir áhugasömum einstakling í teymið okkar í stýringu og stjórnun ferða og viðburða erlendis. Hafa yfirumsjón með utanlandsferðum, viðburðaskipulagi og verkefnum erlendis. Ferðaframleiðslu og viðburðastjórnun.

Starfslýsing:
Viðkomandi er í samskiptum og samvinnu við samstarfsaðila okkar erlendis og viðskiptavini okkar á Íslandi. Starfið felst í yfirumsjón með ferðum og viðburðum í Evrópu og víðsvegar um heiminn. Þar með talið að halda utan um hótel- & flug bókanir, samvinnu við leiðsögumenn, samstarf við viðburðaraðila og aðra þjónustuaðila erlendis, ásamt því að halda utan um kostnað, greiðslur og uppgjör í samvinnu við bókhaldsdeild.

Viðkomandi aðili þarf að vera mjög skipulagður og hafa mikla skipulagshæfni og vera góður í samskiptum í persónu sem og í gegnum síma eða pósta.

Starfið er mikil nákvæmnisvinna og því eru góð og öguð vinnubrögð nauðsynleg. Viðkomandi þarf stundum að geta ferðast erlendis, skoðað áfangastaði og einnig haft yfirumsjón með hóp á áfangastað erlendis.

Þetta er spennandi starf hjá líflegri og skemmtilegri viðburðaferðaskrifstofu. Starfið er mjög fjölbreytt, enginn dagur, engin ferð og enginn viðskiptavinur eins.

Ferðaland:
Ferðaland samanstendur af þremur vörumerkjum í ferðaþjónustunni, Ferðaland, Kompaní ferðum og Indígó ferðum. Hjá Ferðalandi sérhæfum við okkur í einstaklingsferðum og sérsniðnum hópaferðum, Kompaní ferðum sérhæfum við okkur í viðburða og árshátíðarferðum fyrirtækja erlendis og hjá Indígó ferðum sérhæfum við okkur í námsferðum, útskriftarferðum og sérsniðnum hópaferðum fyrir ungt fólk.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hótel og flugbókanir og utanumhald viðburðaferða erlendis.
  • Sala og kynning á fyrirtækinu
  • Samskipti við viðskiptavini hérlendis
  • Samskipti við ferðaskrifstofur/byrgja erlendis.
  • Bakvinnsla og almenn skrifstofustörf.
  • Vera með gestum erlendis í ferðum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af ferðaþjónustu er mikill kostur.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg.
  • Áhugi og reynsla af ferðalögum er kostur.
  • Góð almenn tölvukunnátta - "Office" pakkinn.
  • Mjög góð skipulagshæfni og lausnamiðuð manneskja.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð framkoma, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
Fríðindi í starfi
  • Starfið felur í sér ferðalög erlendis
Advertisement published30. December 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Expert
Location
Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags