Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Við erum að leita að öflugum og metnaðarfullum sölu- og þjónusturáðgjafa. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á samskiptum við ytri og innri viðskiptavini og geta veitt þeim skilvirka þjónustu. Jafnframt að vera umhugað um umhverfið okkar og hafa áhuga á flokkun og endurvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Móttaka og afgreiðsla erinda í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
-
Flokkun, skráning og úrvinnsla erinda
-
Ráðgjöf um flokkun og endurvinnslu
-
Sala og tilboðsgerð til fyrirtækja
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
-
Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Skipulagshæfni og frumkvæði
-
Áhugi á flokkun og endurvinnslu
Advertisement published7. January 2025
Application deadline19. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
English
IntermediateRequired
Location
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
ProactiveAmbitionPhone communicationEmail communicationPlanningReport writingSalesCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Skrifstofustarf
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf
Premium of Iceland óskar eftir bókara
Premium of Iceland ehf.
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Áhafnavakt/Daily Crew Operations
Icelandair
Brennur þú fyrir að veita framúrskarandi þjónustu?
Veitur
Þjónustufulltrúi
Ekran
Þjónustufulltrúi
Nathan & Olsen
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku - við erum að vaxa
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup
Starfsmenn óskast
Íshestar
Sérfræðingur í framlínu LSR
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins