Skrifstofustarf
Garðaþjónusta Sigurjóns óskar eftir að ráða öflugan starfskraft á skrifstofu fyrirtækisins í Kaplahrauni 220 Hafnarfirði.
Um fullt starf er að ræða sem felst meðal annars í símsvörun og þjónustu við viðskiptavini. Útskrift reikninga, sinna verkbókhaldi, samskipti í tölvupóstum/samfélagsmiðlum og ýmsum öðrum verkefnum. Við leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem nýtur sín við að veita góða þjónustu.
Móttaka pantana og gerð reikninga (dk hugbúnaður)
Símsvörun og afgreiðsla
Samskipti við viðskiptavini (tölvupóstar ofl)
Frágangur pantana / verkbókhald
Tímaskráningar starfsmanna
ofl. tilfallandi verkefni á skrifstofu.
Menntun sem nýtist í starfi
Góð tölvukunnátta
Reynsla af skrifstofustörfum / sölustörfum kostur
Góð íslenskukunnátta nauðsynleg
Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð
þekking á dk mikill kostur
Nánari upplýsingar eða spurningar um starfið er hægt að senda á sigurjon@gardaroggluggar.is
Farið verður yfir umsóknir jafn óðum og þær berast. Æskilegt er að geta byrjað mjög fljótlega.