Teya Iceland
Teya Iceland
Teya Iceland

Viðskiptastjóri / Business Development Manager

Um Teya

Teya er fjártæknifyrirtæki, stofnað í Bretlandi árið 2019, með það meginmarkmið að skapa greiðslu- og hugbúnaðarlausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Teya er hér til að hjálpa fyrirtækjum að sjálfvirknivæða og einfalda reksturinn.

Hingað til hafa lítil og meðalstór fyrirtæki ekki verið í forgangi þegar kemur að þróun og innleiðingu lausna á sviði fjármála- og tækniþjónustu. Flókin verð, falin gjöld, bindandi samningar og fjöldi mismunandi þjónustuaðila gerir daglegan rekstur fyrirtækja flókinn. Við erum hér til að breyta því!

Við erum árangursdrifin og leggjum áherslu á viðhorf frekar en reynslu. Okkar helsta áhersla er að skapa lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa og dafna.

Teya hefur auk þess lagt áherslu á að fjárfesta í íslensku hugviti, eins og SalesCloud, Dineout og Noona.

Tækifærið

Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum sölufulltrúa í söluteymi Teya á Íslandi. Söluteymið samanstendur af kraftmiklu fólki þar sem sterk liðsheild er lykilatriði. Þú tekur virkan þátt í uppbyggingu Teya og ert mikilvægur partur af teymi sem vinnur að sameiginlegum markmiðum.

Okkar helsta áhersla eru viðskiptavinir Teya og við leggjum okkur fram við að þjónusta þá eins vel og mögulegt er. Við erum árangursmiðuð og stundum heilbrigða samkeppni, á sama tíma og við njótum þess að vinna með fjölbreyttu fólki í skemmtilegu andrúmslofti.

Þetta er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur áhuga á að vaxa og þróa færni sína. Ef þú nýtur þess að vera partur af teymi, í hröðu og alþjóðlegu umhverfi þá viljum við endilega heyra frá þér!

Að vera hjá Teya

  • Þú fagnar krefjandi áskorunum;
  • Þú vilt hafa áhrif;
  • Þú ert drífandi og með mikinn metnað;
  • Góðvild og hreinskilni eru þér eðlislæg;
  • Þú tekur ábyrgð og þorir að fara út fyrir þægindarammann;
  • Þú vinnur vel í teymi og setur árangur teymisins fram fyrir eigin árangur;
  • Þú leitast sífellt eftir leiðum til að vaxa í starfi;
  • Þú horfir á vandamál sem tækifæri til að læra.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bera kennsl á nýja viðskiptavini, fræða þá um lausnir og vörur Teya og hvernig þær nýtast þeim;
  • Byggja upp samband og traust með viðskiptavinum okkar;
  • Samkeppnis- og markaðsgreining;
  • Samningagerð;
  • Gerð söluskýrslna og skilgreining á KPIs í sölu og tækifærum;
  • Skráning upplýsinga í CRM kerfi Teya.

Hver þú ert

  • Frumkvæði, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð;
  • Framúrskarandi hæfileikar í samskiptum og samvinnu;
  • Brennandi áhugi á að byggja upp frábæra notendaupplifun;
  • Góð tæknikunnátta og þekking á nýrri tækni;
  • Mjög góð færni í íslensku og ensku.

Kjör og fríðindi

  • Sveigjanlegur vinnutími;
  • Möguleiki á árangurstengdum greiðslum;
  • Gjaldfrjálst aðgengi að léttu fæði á vinnutíma;
  • Niðurgreiddur hádegismatur í mötuneyti;
  • Heilsustyrkur og aðrir styrkir í gegnum SSF stéttarfélag;
  • Vinnutölva;
  • Tækifæri til að þróast í starfi alþjóðlega;
  • Frábær starfsandi og virkt starfsmannafélag.

Umsókninni skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Við hvetjum alla einstaklinga, óháð kyni, kynþætti, fötlun, kynhneigð, viðhorfum eða aldri, til að sækja um.

Advertisement published3. January 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Katrínartún 4, 105 Reykjavík
Type of work
Suitable for
Work environment
Professions
Job Tags