Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið
Reykjavík - Mannauðs- og starfsumhverfissvið

Launaráðgjafi á launaskrifstofu

Mannauðs- og starfsumhverfissvið Reykjavíkurborgar leitar eftir öflugum ráðgjafa í starf launaráðgjafa á launaskrifstofu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfi SAP og krefst vinnan skipulagshæfni og nákvæmni.
Launaskrifstofa sinnir launavinnslu borgarinnar og afgreiðslu launa, launatengdum gjöldum og skilum á staðgreiðslu launa. Þá veitir skrifstofan ráðgjöf til stjórnenda og mannauðsráðgjafa, sinnir fræðslu- og gæðamálum vegna launavinnslu og meðhöndlunar launagagna, hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga, auk fleiri verkefna er heyra undir skrifstofuna. Skrifstofan hefur aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2025.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ólafur Kristinsson skrifstofustjóri launaskrifstofu í gegnum tölvupóstfangið johann.olafur.kristinsson@reykjavik.is

Um er að ræða ótímabundið starf.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna.
  • Eftirlit með rafrænni skráningu.
  • Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga.
  • Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum.
  • Menntun sem nýtist í starfi.
  • Skipulagshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Greiningarhæfni
  • Almenn tölvukunnátta
Advertisement published15. January 2025
Application deadline31. January 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Intermediate
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Tjarnargata 11, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags