Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri
Símenntun Háskólans á Akureyri

Nám í fíkniráðgjöf - Önn 1

Námið veitir grunnþekkingu um fíknsjúkdóminn, um áhrif vímuefna á líkama og hegðun, um afleiðingar fíknsjúkdóms á fólk, fjölskyldur og samfélag. Námið gefur innsýn í ráðgjöf fyrir fólk með fíknsjúkdóm, faglega framgöngu í ráðgjafastarfi, og hugmyndafræði og siðfræði áfengis og vímuefnameðferðar. Einnig öðlast nemendur þekkingu á helstu gagnreyndu meðferðum sem styðja fólk til bata. Hvað er sérstakt við þetta nám? Þverfaglegt og sérsniðið að því að námsmenn öðlast þekkingu á fíknsjúkdómnum og er grunnur fyrir löggildingu sem áfengis og vímuefnaráðgjafi. Námið veitir ekki starfsleyfi. (sjá nánar um skilyrði fyrir löggildingu https://island.is/reglugerdir/nr/1106-2012) Áfengis- og vímuefnavandi er stórt samfélagslegt vandamál og þörf er á fólk með þessa sérþekkingu. Áfengis-og vímuefnaráðgjafar genga ekki einungis hlutverki í heilbrigðiskerfinu, heldur geta starfað víða, þar sem fólk með fíknsjúkdóm þarf þjónustu.

Hefst
5. jan. 2025
Tegund
Fjarnám
Verð
150.000 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar