SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Íslenska 3 (A2-1)

Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-2 eða sambærilegu námskeiði. 

Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku í samtölum og rituðu máli.  

Til dæmis þegar þú: 

  • segir frá þér, áhugamálum, fjölskyldu og fleiru
  • átt samtal um hluti tengda vinnu og heilsu
  • talar í síma um einfalda hluti
  • átt í einföldum tölvupóstsamskiptum 

 Lögð verður áhersla á að efla samtalshæfni enn frekar. Um leið verður aukin áhersla lögð á ritun einfaldra texta og leit að upplýsingum í rituðum texta og fréttum.  Þú lærir að fylgja einföldum leiðbeiningum t.d. leiðarlýsingum og leiðbeiningum varðandi vinnu.  

Aðaláherslan er á að þjálfa færni í að takast á við dagleg verkefni og samskipti á íslensku.

Málfræði 

Þú munt læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.

Tækni 

Í náminu nýtir þú þér snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara.   Þriggja mánaða aðgangur að Bara tala appinu fylgir námskeiðinu.

Hefst
22. jan. 2026
Tegund
Staðnám
Tímalengd
20 skipti
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar