SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Félagsliðagátt

Um er að ræða fyrstu 4 annirnar af 6 anna námi félagsliða, samtals 86 einingar.  Að loknu námi hjá SÍMEY geta nemendur lokið félagsliðabraut hjá framhaldsskóla og fengið starfsréttindi félagsliða.

Innihald námsins eru félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar- og öldrunarþjónustu. 

 

Fyrirkomulag náms: Námið er byggt þannig að hver áfangi er kenndur í fjórar til fimm vikur í senn. Námið fram á netinu í vendikennslu. Athugið að mikilvægt er að mæta (á netinu) í fyrsta tíma hvers áfanga svo að námið gangi vel fyrir sig. Allir fyrirlestrar eru teknir upp fyrirfram og aðgengilegir námsmönnum í gegnum netið.

Námsmenn hafa aðgengi að kennara einu sinni í viku í hverjum áfanga á milli kl. 17:00 - 20:00 í gegnum netið. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn við gerð verkefna frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að ráðgjöfum og verkefnastjórum.

Námsmat: Námsárangur er metinn með símati, þ.e. nemandi skilar inn verkefnum sem metin eru til einkunna og er einkunn gefin í tölustöfum. Hægt er að fá hluta áfanga metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa sambandi við umsjónarmenn námsins, Helenu (helena@simey.is) eða Önnu Maríu (annamaria@simey.is).
  

Fög kennd á vorönn 2025 (birt með fyrirvara um breytingar):

  • Kynjafræði- Hefst 11. janúar kl. 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 13. janúar til 10. febrúar.
  • Fjölskyldan og félagsleg þjónusta - Hefst 8. febrúar kl 10. Aðgengi að kennara á miðvikudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 12. febrúar til 12. mars. 
  • Óhefðbundin samskipti - Hefst 8. mars kl 10. Aðgengi að kennara á mánudögum kl. 17:00 - 20:00 frá 10. mars til 7. apríl. 

 

Verð: 76.000 kr. hver önn (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).

Hefst
11. jan. 2025
Tegund
Fjarnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar