

Félagsliðagátt
Nám í Félagsliðagátt er fyrir fullorðið fólk sem starfar við umönnun og hafa starfsreynslu sem jafngildir þremur árum og þau sem hafa lokið 200 - 240 kennslustunda starfstengdum námskeiðum.
Markmið námsins er að auka þekkingu, færni og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum sem þurfa aðstoð eða sérhæfða þjónustu við athafnir daglegs lífs. Nemar takast á við verkefni samkvæmt verklýsingu og fyrirmælum, efla eigið læsi á aðstæður og verkefni þar sem lausnir eru ekki sjálfgefnar en krefjast þekkingar, hugkvæmni og hæfni í samskiptum, rökvísi og leikni í lýðræðislegum vinnubrögðum.
Innihald námsins eru félags-, sál- og uppeldisgreinar sem og sérgreinar á sviði fötlunar- og öldrunarþjónustu.
Um er að ræða fyrstu 4 annirnar af 6 anna námi félagsliða, samtals 86 einingar. Að loknu námi hjá SÍMEY geta nemendur lokið félagsliðabraut hjá framhaldsskóla og fengið starfsréttindi félagsliða. Sjá hér: Félagsliði 3. þrep | Verkmenntaskólinn á Akureyri
Fyrirkomulag náms: Námið er byggt þannig að hver áfangi er kenndur í fimm vikur í senn á netinu í vendikennslu. Mikilvægt er að mæta (á netinu) í fyrsta tíma hvers áfanga til að fá allar upplýsingar frá kennara um fyrirkomulag námsins.
Námsmenn hafa aðgengi að kennara einu sinni í viku í hverjum áfanga í gegnum fjarfundarbúnað. Þar geta nemendur fengið aðstoð og leiðsögn frá kennara. Þar fyrir utan er nemendum frjálst að nýta sér aðstöðuna í SÍMEY og hafa þar aðgengi að námsráðgjafa og verkefnastjóra.
Námsmat: Námsárangur er metinn með símati, þ.e. nemandi skilar inn verkefnum sem metin eru til einkunna og er einkunn gefin í tölustöfum.
- Hægt er að fá áfanga á námsleiðinni metna í gegnum raunfærnimat og biðjum við þá sem þess óska að hafa sambandi við umsjónarmenn námsins, Helenu ([email protected]) og Jónínu ([email protected]). Hægt er að lesa meira um raunfærnimat hér: Raunfærnimat | Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - SÍMEY
Fög kennd á vorönn 2026 (birt með fyrirvara um breytingar):
- Kynjafræði - Hefst 19. janúar
- Lyfjafræði - Hefst 23. febrúar
- Fötlun og samfélagið / öldrun og samfélagið - Hefst 7. apríl
Fög kennd á haustönn 2026:
- Hegðun og atferlismótun
- Óhefðbundin samskipti
- Stærðfræði
Sjá námskeiðslýsingar og hæfniviðmið í námsskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins.
Verð: 82.000 kr. hver önn (með fyrirvara um breytingu á verðskrá fræðslusjóðs).
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá skráningu. Sjá greiðsluskilmála.
Smellið hér til að skrá ykkur úr námi.
Áfangar á námsbrautinni:
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!
Markhópur símenntunarmiðstöðva eru einstaklingar sem hafa litla formlega skólagöngu að baki, þ.e. hafa ekki lokið stúdentsprófi, iðnnámi eða sambærilegu námi. Einnig einstaklingar sem hafa lokið námi erlendis, sem ekki er viðurkennt á Íslandi.