Íslenska 2 (A1-2)
Þetta námskeið er ætlað þeim sem lokið hafa Íslenska A1-1 eða sambærilegu grunnnámskeiði.
Á námskeiðinu bætir þú við hæfni þína í að nota íslensku við hversdagslegar aðstæður.
Til dæmis þegar þú:
- ferð í búðir
- ferð á veitinga- eða kaffihús
- talar við vini þína
- ferð til læknis eða á sjúkrahús
Við tölum um frístundir og áhugamál og þú æfir þig í að tala um þinn frítíma. Þú æfir þig að tala um hvað þér líkar vel og hvað þér líkar illa.
Þú lærir að segja frá því sem þú hefur gert, hvar og hvenær. Þú lærir líka hvernig þú getur talað um það sem þú ætlar að gera seinna.
Við æfum okkur að tala um líðan. Við lærum um líkamann.
Mest áhersla er á talað mál og hlustun, en þú lærir líka að skrifa einfaldar setningar, fylla út eyðublöð og skrifa stutt skilaboð.
Framburður
Við leggjum áherslu á að tala og æfa íslenskan framburð. Þú lærir betur á framburð tvíhljóða, tvöfaldra samhljóða og blásturshljóða.
Málfræði
Þú munt læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.
Tækni
Í náminu nýtir þú þér snjallsíma, internetið og ýmis öpp til að gera námið fjölbreyttara. Þriggja mánaða aðgangur að Bara tala appinu fylgir námskeiðinu.