Íslenska 1 (A1-1)
Þetta námskeið hentar byrjendum og þeim sem langar að efla grunnfærni sína í íslensku. Eftir námskeiðið verður þú fær um að takast á við einfaldar aðstæður á íslensku. Til dæmis þegar þú:
- heilsar og kveður
- segir frá þér í stuttu máli
- spyrð aðra um nafn, hvar þau búa og hvaðan þau eru
- spyrð aðra hvaða tungumál þeir tala
Fljótt bætast við fleiri atriði, t.d. kennitala, tölurnar, tímasetningar, dagar og mánuðir. Einnig orð yfir líkamshluta. Þú getur tekið þátt í einföldum samtölum. Þú lærir að segja símanúmerið þitt og heimilisfang og spyrja aðra að því sama. Einnig að segja frá fjölskyldu og spyrja um fjölskyldur annarra. Þú getur sagt frá heimilinu, í hvernig húsnæði þú býrð og spurt aðra að því sama.
Framburður og stafróf
Þú lærir íslenska stafrófið, með sérstakri áherslu á séríslenska stafi, tvíhljóða og framburð. Einnig verður fjallað um áherslur í íslensku.
Málfræði
Þú munt læra málfræði í litlum skrefum, samhliða aukinni færni í tungumálinu.
Tækni
Kynntar verða möguleikar á verkefnum á netinu, heimasíður og öpp og hvernig þú getur nýtt snjallsímann í íslenskunáminu. Þriggja mánaða aðgangur að Bara tala appinu fylgir námskeiðinu.
Námstækni og tungumálamarkþjálfun
Rætt verður um námstækni og í boði er aðstoð til að nýta þær leiðir sem þér henta í tungumálanáminu.
Við bjóðum þér líka upp á fría tungumála markþjálfun á meðan náminu stendur. Hér getur þú bókað tíma.