SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar
SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Grafísk hönnunarsmiðja

Viltu stíga fyrstu skrefin í stafrænni hönnun eða undirbúa þig fyrir lengra nám í grafískri hönnun?
Þetta 10 vikna fjarnám er fullkomið tækifæri til að öðlast traustan grunn í helstu hönnunarforritum Adobe og kynnast hvernig gervigreind getur auðveldað skapandi vinnu.

Námið hentar jafnt byrjendum í hönnun sem og þeim sem starfa í rekstri og vilja geta hannað eigið kynningarefni fyrir prent og stafræna miðla.

Um fjarnámið

Tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum, verða settir inn fyrirlestrar sem nemendur fá aðgang að. 

Hvert myndband tengist ákveðnu þema eða verkfærum vikunnar og fylgja því verkefni sem styrkir skilning og verklega færni.
Nemendur geta haft samband við kennara í gegnum tölvupóst eða fjarfundarbúnað ef spurningar vakna eða þörf er á frekari leiðsögn.

 

Kennsluáætlun

Vika 1
– Uppsetning á Adobe Creative Cloud
– Kynning á helstu tólum og verkefnafyrirkomulagi

Adobe Illustrator (3 vikur)
– Grunnur í teikningu, litum, letri og myndbyggingu
– Notkun gervigreindar við skapandi vinnu

Adobe Photoshop (3 vikur)
– Myndvinnsla, litaleikur og blöndunartækni
– Kynning á gervigreindarverkfærum

Adobe Express (2 vikur)
– Hreyfigrafík og auglýsingagerð fyrir stafræna miðla
– Fleiri möguleikar með gervigreind

Lokaverkefni (1 vika)
– Hagnýtt lokaverkefni þar sem nemendur nýta það sem þeir hafa lært í náminu

 

Verð: 103.000kr.
Námskeiðsgjald - 52.000kr.
Adobe pakki frá Hugbúnaðarsetrinu - 51.000kr.

Innifalið í verðinu

– 1 árs leyfi fyrir Adobe Creative Cloud (All Apps) frá Hugbúnaðarsetrinu, (verðmæti 51.000kr)
– Aðgangur að öllum kennslumyndböndum og verkefnum
– Persónuleg leiðsögn í gegnum tölvupóst

Nemendur fá úthlutaðan leyfiskóða og leiðbeiningar í vikunni áður en námið hefst.

 

Tæknilegar kröfur

Nemendur nota eigin tölvubúnað.
Tölvur þurfa að vera vel uppfærðar og með gott vinnsluminni.

Kerfiskröfur:
Mac OS X: Safari 7.x, Chrome eða Firefox 4+
Windows 7/8/10: Edge, Internet Explorer 11, Chrome eða Firefox 4+

 

Tímarammi og umsóknir

Námið hefst: 12. janúar
Námi lýkur: 19. mars

 

Kennari

Heiðar Brynjarsson — grafískur hönnuður með víðtæka reynslu af stafrænum miðlum og skapandi verkefnum.

Frekari upplýsingar um námið veita Helena náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri ([email protected]) og Jónína ráðgjafi og verkefnastjóri ([email protected]).

Hefst
12. jan. 2026
Tegund
Fjarnám
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar