

FabLab SMIÐJA
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist hagnýta færni í stafrænni framleiðslu og þrói sjálfstæði í að hann aog smíða frumgerðir með fjölbreyttum tækjum og aðferðum. Þetta er 10 vikna námskeið sem veitiri þátttakendum yfirgripsmikla innsýn í öll helstu verkefæri og tækni sem finna má í Fab Lab smiðjum. Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og áhugasömum frumkvölum, hönnuðum og listafólki sem vilja öðlast djúpan skilning á stafrænum framleiðsluaðferðum og frumgerðasmíði.
Fyrirkomulag náms: Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrarformi og verklegri vinnu. Auk þessa þurfa þátttakendur að vinna að lokaverkefni þar sem þeir fá tækifæri til að nýta alla þá þekkingu og tækni sem þeir hafa lært. Lokaverkefnið er valkævtt og opið fyrir skapandi útfærslur – allt frá nytjahlutum og gagnvirkum kerfum til listaverka og frumgerða af nýjum hugmyndum. halda verkdagbók á meðan á námskeiði stendur.
Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi viðfangsefni:
- Þrívíddarprentun – hönnun og prenntun með þvívíddarprentara.
- Fræsun – notkun tölvustýrðra fræsivéla til að móta efni á fjölbreyttan hátt.
- Laserkurður - nákvæmur skurður og merking með leysigeisla.
- Vínylskurður – skurður á límmiðum og skreytingum með vínylskerum.
- Forritun og rafrásir – grunnur í forritun og smíði rafeindastýrðra kerfa með örtölvum (t.d. Arduino og Raspberry Pi)
Forkröfur náms: Ætlað fólki sem er 18 ára og eldra.
Tímasetningar: Smiðjan hefst mánudaginn 9. febrúar 2025. Kennt er 88klst. í 10 vikur og kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00-20:00 og svo annan hvern laugardag kl. 10:00-14:00.
Námsmat: Gerð er krafa um 80% lágmarksmætingu.
Kennarar: Árni Björnsson og Jón Þór Sigurðsson, ásamt gestakennurum.
Staðsetning: FabLab smiðja í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Verð: 52.000 kr (með fyrirvara um breytingar á verðskrá fræðslusjóðs).
Efniskostnaður: Þátttakendur þurfa að hafa stílabók eða glósubók. Efniskostnaður er innifalinn í námskeiðsgjaldi og er það fyrir æfingar og verkefni.
Vinsamlega athugið að námsgjöld eru óafturkræf eftir að frestur til að segja sig frá námi rennur út.
Frestur til úrsagnar úr lengri námsleiðum er 14 dagar frá dagsetningu umsóknar.
Hafi skrifleg úrsögn ekki borist innan 14 daga eftir að umsókn var send inn, verða námsgjöld innheimt að fullu (sjá greiðsluskilmála SÍMEY)
Ef þú vilt hætta við umsókn og koma í veg fyrir að námsgjöld verði innheimt, smelltu þá hér áður en 14 daga fresturinn rennur út, fylltu út formið og sendu til okkar.
Fleiri upplýsingar um námið veita Helena ([email protected]) og Jónína ([email protected]).
Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!