Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar
Orka náttúrunnar

Viltu virkja þína starfsorku á vélaverkstæði ON?

Við leitum að liðsauka í teymið okkar á vélaverkstæði ON sem sinnir rekstri, eftirliti og viðhaldi á gufuborholum, niðurrennslisholum og gufuveitum á virkjanasvæðum okkar á Hellisheiði og Nesjavöllum.

Orka náttúrunnar er leiðandi afl í nýsköpun og þróun endurnýjanlegrar orku.
Í virkjunum okkar framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir íbúa höfuðborgarsvæðið.
Á vélaverkstæðinu starfa framúrskarandi fagaðilar ásamt iðnnemum og verktökum að fjölbreyttum viðhaldsverkefnum fyrir Hellisheiðarvirkjun, Nesjavallavirkjun og Andakílsárvirkjun.
Ef þú ert með ríka öryggisvitund og býrð yfir umbótahugsun, frumkvæði og útsjónarsemi þá viljum við heyra frá þér.
Helstu verkefni og ábyrgð

Í starfinu, sem er kjörið fyrir einstaklinga með reynslu og/eða menntun á sviði vélvirkjunar eða sambærilegum iðngreinum, felast fjölbreyttar áskoranir á borð við umsjón með reglulegum mælingum á borholum, viðhald á vélbúnaði og gufuveitu, upptektir á vélasamstæðum, skráning í viðhaldskerfi og gerð verkskýrslna.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík öryggisvitund er skilyrði
  • Reynsla af verklegri vinnu
  • Frumkvæði, lausnarmiðuð hugsun og jákvæðni
  • Góð samskiptafærni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Reynsla af iðnaðarrekstri, s.s. úr stóriðju, virkjunum eða sambærilegu er kostur
  • Þekking á DMM viðhaldsstjórnunarkerfinu er kostur
  • Iðnmenntun, t.d. á sviði málmiðna eða pípulagna er ótvíræður kostur
Auglýsing stofnuð9. júlí 2024
Umsóknarfrestur6. ágúst 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaGrunnfærni
ÍslenskaÍslenskaByrjandi
Staðsetning
Hellisheiðarvirkjun
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Vandvirkni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar