Vélvirki í framleiðsludeild
RST Net ehf. óskar eftir að ráða öflugan vélvirkja með brennandi áhuga á raforkukerfum, spennustöðvum og málmsmíði. Starfið er fjölbreytt og spennandi og vinnustaðurinn í stöðugri framför og uppbyggingu.
RST Net er með starfsstöð í Álfhellu 6 í Hafnarfirði þar sem er að finna töfluverkstæði, spennaverkstæði og framleiðslu dreifispennistöðva. RST Net sérhæfir sig í fjölbreyttum verkefnum sem tengjast háspennubúnaði m.a. í tengivirkjum, aðveitustöðvum, og virkjunum víðsvegar um land.
Áhugasömum af öllum kynjum er bent á að sækja um hér á Alfred.is eða á www.rst.is undir Starfsumsóknir.
Smíði, uppsetning og framleiðsla spennustöðva
Upptekt á spennabúnaði
Smíði og suða eftir teikningum og hönnunarforsendum
Vinna fer aðallega fram á framleiðsluverkstæðum fyrirtækisins ásamt uppsetningaferðum víðsvegar um land
Sveinspróf í vélvirkjun, rafvélavirkjun eða rafveituvirkjun
Teikningalæsi krafa
Góð öryggisvitund
Geta til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði í starfi
Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
Öflugt starfsmannafélag
Góð vinnuaðstaða
Líkamsræktarstyrkur
Hleðslustöðvar fyrir starfsfólk