Viltu vinna hjá Deloitte á Akureyri?
Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 460.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.
Deloitte á Akureyri leitar að öflugum einstaklingi sem langar að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við leitum að einstaklingi sem hugsar í lausnum, getur unnið sjálfstætt, er drífandi og vill hafa áhrif. Viðkomandi mun starfa í samheldnu teymi undir handleiðslu löggiltra endurskoðenda og öðlast þannig dýrmæta reynslu meðal annars á sviði endurskoðunar og reikningsskila.
- Vinna við endurskoðun
- Gerð ársreikninga
- Gerð skattframtala
- Og almenn fjármálaráðgjöf.
-
Þú ert að ljúka eða hefur lokið B.Sc. menntun sem tengist viðskiptafræði, hagfræði eða fjármálum
-
Þú hefur metnað og nýtur þess að læra
-
Þú hefur gaman af því að takast á við ný og krefjandi verkefni
-
Þú býrð yfir greiningarhæfni og góðri þekkingu á Excel
-
M.Acc gráða er kostur
Að auki bjóðum við upp á:
-
Regluleg frammistöðu samtöl
-
Samstarfsfélaga ‘buddy’ sem kemur þér inn í starfið
-
Veglegur líkamsræktarstyrkur, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf
-
Sjálfboðastarf til áhrifa – launaður dagur til að sinna sjálfbærniverkefnum
-
Aðgang að alþjóðlegu efni Deloitte