

Viltu vera á skrá? Sjúkraliði með starfsleyfi
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur.
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör. Veitt er markviss og einstaklingshæfð aðlögun með reyndum sjúkraliðum.
Vilt þú taka þátt í vegferðinni með okkur?Í boði eru störf vítt og breitt um spítalann. Hvar liggur þinn áhugi?
Vinsamlega skráið í "Annað" reitinn óskir um svið/deild.
Ath. allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og það þarf að sækja um þær sérstaklega.
Umsóknum þessum verður ekki svarað sérstaklega heldur munu stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða starf.
Að loknum umsóknarfresti verður birt ný auglýsing. Ef þú hefur áhuga á að vera áfram á skrá, ert þú velkomin/n að sækja um að nýju.
- Verkefni og ábyrgð eru mismunandi eftir deildum
- Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Faglegur metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að vinna í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Íslenska




























































