

Viltu vera á skrá? Læknir með lækningaleyfi
Landspítali er suðupunktur þekkingar, þróunar og þverfaglegrar samvinnu. Lögð er áhersla á fagmennsku, framþróun og stöðugar umbætur. Við stefnum á að vera einn besti vinnustaður landsins sem býður upp á gott starfsumhverfi og samkeppnishæf kjör.
Í þessum starfaflokki er eingöngu ráðið í tímabundnar stöður s.s.
Hér geta læknar með lækningaleyfi sett inn starfsumsókn og verið á skrá hjá Landspítala.Ath. allar ótímabundnar stöður eru auglýstar og það þarf að sækja um þær sérstaklega.
Umsóknum þessum verður ekki svarað sérstaklega heldur munu stjórnendur hafa samband við þá umsækjendur sem þeir hafa hug á að bjóða starf.
Að loknum umsóknarfresti verður birt ný auglýsing. Ef þú hefur áhuga á að vera áfram á skrá, ert þú velkomin/n að sækja um að nýju.
- Þátttaka í klínísku starfi á bráða-, göngu- og legudeildum auk möguleika á bakvöktum
- Vinna við ráðgjöf undir umsjón sérfræðilækna
- Kennsla lækna í sérnámsgrunni og annarra fagstétta heilbrigðisstarfsmanna, eftir því sem við á
- Þátttaka í vísindastarfi, þróunar- og gæðaverkefnum
- Hafa lokið sérnámsgrunni eða sambærilegu starfsnámi við upphaf starfs
- Almennt íslenskt lækningaleyfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Öguð vinnubrögð
- Íslenskukunnátta
Íslenska






















































